
Takk fyrir að sýna okkur áhuga!
Hjá Einkaþjálfun í Reykjavík leggjum við áherslu á markmið einstaklingsins. Hvort sem þú vilt léttast, styrkjast, hreyfa þig- og/eða líða betur, eða einfaldlega verða betri útgáfa af sjálfum þér, þá erum við til aðstoðar.
Við erum hér til þess að aðstoða þig við að taka næsta skref!
Mín Sýn
Sem þjálfari er markmið mitt að styrkja einstaklinga, byggja upp sjálfstraust og stuðla að varanlegri heilsu með persónulegri og vísindalega studdri þjálfun. Bakgrunnur minn í fjármálum hefur mótað nálgun mína sem skipulagða, nákvæma og byggða á skýrum áætlunum – þar sem hver viðskiptavinur fær skýra stefnu í átt að árangri. Með reynslu minni úr þjálfun hjálpa ég fólki ekki aðeins að hreyfa sig betur og æfa á skilvirkari hátt, heldur líka að þróa ævilangt samband við hreyfingu sem er bæði krefjandi og gefandi.

Elías Andri Ásgeirsson, stofnandi Einkaþjálfunar í Reykjavík
-
Meistaragráða í fjármálum frá spænska viðskiptaháskólanum Esade
-
Þjálfari hjá Grandi101 og Mjölnir síðan 2022
-
Setið fjölda námskeiða tengd heilsu, hreyfingu og mataræði
-
Þjálfað fólk á öllum aldri og getustigi
-
Lesa meira hér
